53. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. febrúar 2013 kl. 15:15


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:15
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:15
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:15
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:15
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 15:30
Róbert Marshall (RM), kl. 16:05
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 15:15
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:15

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:19
Frestað.



2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:20
Formaður dreifði minnisblöðum frá Oddný Mjöll Arnardóttur, Páli Þórhallssyni, Hafsteini Þór Haukssyni og nefndasviði um tillögur að viðbrögðum við ábendingum Feneyjarnefndarinnar og gerði einnar klst. hlé á fundi til að nefndarmenn gætu kynnt sér minnisblöðin.

Fundi fram haldið kl. 16:15.

Formaður fór yfir minnisblað frá Oddný Mjöll Arnardóttur og hluta minnisblaðs nefndasviðs og nefndin fjallaði um málið.




3) Önnur mál. Kl. 17:32
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 17:32